Um verkið
Þórður gamli halti eftir Halldór Kiljan Laxness. Saga frá 9. nóvember. [Höfundi sögunnar var meinað að lesa söguna til enda á skemmtifundi Alþýðuflokksins 1. maí, af stjórnanda skemmtunarinnar, Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins. Daginn eftir stimplaði Alþýðublaðið söguna sem „lúalegt og í mesta máta ólistrænt níð um Alþýðuflokkinn“]. Heftið er þverheft með vír, 21.6 X 14 cm að stærð og 24 bls. og gulbrún áprentuð kápa með rauðu letri.
Útgáfa og prentun:
„Sérprentun úr Rétti“. Reykjavík 1935. (3. hefti.) Ísafoldarprentsmiðja.