Um verkið
ÞRÆTUBÓK er ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson, Hallberg átti heima í New York og var þar ritstjóri alfræðiorðabóka og síðar vann hann á Business Week, en flutti síðan til Íslands. Hann var mikilvirkur þýðandi og þýddi m.a. Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Bókin er kilja, stærð: 19,9 X 13,5 cm og 64 bls.
Útgáfa – Prentun:
Útgefandi: Brú-Reykjavík-New York, 1990, sem var útgáfa á vegum Hallbergs. Prentun: Stensill hf.









