Um verkið
Undir verndarvæng. Ævisaga séra Björns H. Jónssonar. Sjálfsævisaga. Björn var prestur á Húsavík og er stundum kenndur við þann stað, en ég hugsa að frekar mætti kenna hann við bókasöfnun hans og fornbókasölu, sem hann stundaði í Reykjavík um árabil. Hann safnaði miklu af bókum og blöðum og það var gaman að koma til hans í fornbókasöluna á Melunum, þar sem hann var með sölubúð í kjallara sambýlishúss.Það var eins og að koma í völundarhús að koma þar inn. Ég býst við að eitthvað af þeim blöðum sem eru í mínu safni sé upprunalega frá Birni komið. Bókin er bundin í svartan shirting og gyllt á kjöl, nafn og höfundur. Stærð: 23.4 X 15.7 og 495 bls.
Útgáfa og prentun:
Birnungar, Reykjavík 2007. Prentun: Prentsmiðju ekki getið.