Um verkið
Ungherjinn kom út í 5 ár, frá 1933-1937. Yfirleitt eru ekki tilgreindir ritstjórar eða ábyrgðarmenn, nema á 1.tbl. 1934 og 2.tbl, 1936, að þá er Petrína K. Jakobsson ábm. Það eru mest börn og unglingar sem skrifa í blaðið. Þó eru þarna nokkur skáld og rithöfundar sem leggja til efni: t.d. Jóhannes úr Kötlum, Ólafur Jóh. Sigurðsson og Ragnar Jóhannesson. Blöðin eru brotin en ekki vírheft nema þau sem prentuð eru í Félagsprentsmiðjunni. Efni blaðsins eru margvísleg, en fjalla aðallega um hagsmunamál barna og þá aðallega verkamannabörn eða fátæk börn. Pappírinn er vondur í blöðunum sem eru fjölrituð, en góður í hinum prentuðu. Blöðin eru mjög misjöfn að stærð eða allt frá 24 X 17.5 cm og upp í 34 X 22.5 cm. Stærri blöðin eru fjölrituð.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Ungherjadeild A.S.V. Reykjavík. Fjölritun: Skrifstofa A.S.V. Hafnarstræti 18. – 1.tbl. 1934 er prentað í Dögun – 2.tbl. 1935 og blöðin 1936 eru prentuð í Félagsprentsmiðjunni. Um hin er ekki vitað um prentstað.
1.árg. 1933 eru 3 blöð, fjölr. – Vantar 2 fyrstu.
2.árg. 1934 eru 4 blöð, 1 blað pr. og (vantar 3 blöð fjölr.)
3.árg. 1935 eru 2 blöð,1 fjölr. og 1 pr. og (vantar 1 pr.)
4.árg. 1936 eru 2 blöð, pr. (vantar 1.maí blað)
5.árg. 1937 eru 1 blað, 1 pr.
6.árg. 1938 eru 1 blað, pr. (vantar)
Alls komu út 13 blöð, 7 fjölrituð og 5 prentuð
Hér eru boðin 5 blöð: 3.pr. og 2 fjölr. – 1.árg. 3.tbl. + 2.árg. 1.tbl. + 3.árg. 1.tbl. + 4.árg. 2.tbl. + 5.árg. 1.tbl.