Um verkið
Víðir var blað í Vestmannaeyjum sem var fyrst prentað í prentsmiðju Gísla J. Johnsen en síðan var prentsmiðjan tekin á leigu og flutt að Vestmannabraut 30. Þá varð nafnbreyting á henni og frá 18. des. 1929 var hún nefnd Prentsmiðja Víðis. Stofnandi blaðsins Víðis var Ólafur Magnússon læknanemi í Vestmannaeyjum, sem lést nokkrum mánuðum seinna eða 30. mars 1930 á Vífilstaðaspítala. Magnús Jónsson faðir Ólafs heitins var lengst ritstjóri blaðsins, en Einar Sigurðsson (ríki) var líka lengi ritstjóri, Guðmundur Eggerz o.fl.
Útgáfa og prentun:
Blaðið Víðir kom lengi út í Vestmannaeyjum eftir það sem segir hér að ofan eða til 1953, alls í um 25 ár. Það voru því margir sem ritstýrðu því og það var prentað í fleiri Eyjaprentsmiðjum og einnig í Reykjavík: Víkingsprent, Ísafold og víðar.