Um verkið
Vinaspegill eftir Jóhannes úr Kötlum. Bókarefninu er safnað úr blöðum og tímaritum og fylgir efnisskrá hvar og hvenær það hefur birst áður. Efnið er bundið ýmiskonar tækifærum: ávörp, ræður og erindi. Ritgerðir, umsagnir um bækur, útvarpsþættir, afmæliskveðjur og minningargreinar. Þá eru birt kvæði sem ekki hafa birst í ljóðabókum höfundar áður. Bókin er bundin I forlagsband. Shirtingur á kjöl og gyllt. Klæðning eftir Hafstein Guðmundsson. 14 X 22 cm að stærð og 308 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Heimskringla Reykjavík 1965. Kristinn E. Andrésson sá um útgáfuna og ritaði inngangsorð.