Description
Elín Sigurðardóttir, skáldsaga eftir Johan Falkberget. Guðmundur Gíslason Hagalín þýddi. Johan Falkberget var norskur rithöfundur sem var frægastur hér á landi fyrir útvarpssöguna Bör Börsson, sem Helgi Hjörvar las upp í útvarpið á sínum tíma [á stríðsárunum]. Johan bjó á landsvæði því sem er í kringum koparnámubæinn Røros í Noregi. Hann fór að vinna í námunum 9 ára gamall, en pabbi hans var þar verkstjóri. Bókin heitir Eli Sjursdotter á norsku og skáldið Stefán frá Hvítadal kynnti bókina fyrir Guðmundi G. Hagalín og sagði að: „ELI SJURSDOTTER er yndisleg bók“. Bókin er saumheft og sett í pappírskápu. Stærð: 19 X 13.3 cm og 192 bls.
Útgáfa og prentun:
Útgefandi: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1952. Prentsmiðja Hafnarfjarðar.