Description
Huginn var frétta- og auglýsingablað fyrir Vestmannaeyjar.- og átti að koma út vikulega. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Það komu samt ekki út nema 15 tbl. og síðasta blaðið kom út 20. október 1928.
Útgáfa og prentun:
Útgefandur: Sigurður Guðmundsson og Árni Guðlaugsson prentari. Prentun: Prentsmiðjan Helgafellsbraut 19, sem var hús Ísleifs Högnasonar, en það hús gekk undir nafninu Bolsastaðir. Í stefnu blaðsins var hins vegar tíundað að blaðið væri óháð öllum stjórnmálaflokkum.