Um verkið
Forspil. 1. árg. 1. tbl. nóvember 1958 – Málgagn yngstu kynslóðar listamanna og áhugamanna um listir. Aðaláhersla var lögð á allskonar gagnrýni um bækur, myndlist, leiklist og tónlist svo og önnur menningarmál. Ritstjórn: Ari Jósefsson, Jóhann Hjálmarsson og Þóra Elfa Björnsson. Blaðið var 38 X 25.6 cm að stærð og 8 bls. Það komu aðeins út 2 tbl. 1. nóvember og 1. desember.
Útgáfa og prentun:
Útgefendur: Jóhann Hjálmarsson, Ari Jósefsson, Þóra Elfa Björnsson, Atli Heimir Sveinsson, Dagur Sigurðarson, Úlfur Hjörvar og Þorsteinn Jónsson frá Hamri.
Ábyrgðarmaður Dagur Sigurðarson. Reykjavík 1958. Prentsmiðjan Hólar.